Hjartanlega velkomin/n á nýja vefsíðu Hjálparstarfs kirkjunnar! Í tilefni 50 ára starfsafmælis stofnunarinnar höfum við nútímavætt útlit og innihald síðunnar. Við söknum kunnugleika þeirrar gömlu en nýja síðan er notendavænni bæði fyrir þá sem leita eftir aðstoð og fyrir þá sem vilja leggja starfinu lið. Við höldum að sjálfsögðu áfram að segja fréttir úr starfinu innanlands og utan og fjöllum um gildi þróunarsamvinnu, mannúðaraðstoðar og mennréttinda.

Síðan er enn í mótun og okkur þætti vænt um að heyra frá þér ef þú finnur ekki á henni það sem þú leitar að. Endilega sendu athugasemd til Kristínar Ólafsdóttur fræðslufulltrúa á netfangið kristin@help.is.

Hjartans þakkir til allra þeirra sem leggja starfinu lið! Hjálparstarið er mögulegt með ykkar hjálp!

Styrkja