Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun. Starfið felst í því að greina vandann, veita félagslega ráðgjöf og efnislegan stuðning. Það felst einnig í valdeflingu sem leiðir til sjálfshjálpar þeirra sem starfað er með og í því að tala máli þeirra sem í nauðum eru staddir svo samfélagið taki tillit til þarfa þeirra og réttinda og að gripið verði til aðgerða sem breyta lífsmöguleikum þeirra til hins betra. Hjálparstarfið leggur ríka áherslu á að tryggja velferð barna og því er sérstaklega hlúð að barnafjölskyldum.

Styrkja