Sjálfboðið starf

Hjartanlega velkomin/n í öflugan hóp sjálfboðaliða Hjálparstarfsins!

Öflugur hópur sjálfboðaliða aðstoðar fólk sem kemur til Hjálparstarfs kirkjunnar eftir notuðum fatnaði á þriðjudögum klukkan 9.30 – 12 og annar frækinn hópur mætir á miðvikudögum klukkan 10 – 14 og tekur fatnað sem okkur hefur borist frá almenningi upp úr pokum og töskum, flokkar hann og setur í hillur og á slár.

Atli Geir Hafliðason hefur umsjón með sjálfboðaliðum. Endilega hringdu í síma 528 4407 eða skrifaðu honum línu! Hann mun taka vel á móti þér, segja þér frá starfinu og kynna siðareglur sem við störfum eftir. Áður en þú hefur sjálfboðið starf biðjum við þig að skrifa undir þagnareið um málefni einstaklinga sem þú munt veita þjónustu hjá okkur sem sjálfboðaliði.

Styrkja