Þarft þú hjálp?
Gjöf sem gefur
Minningar­kort
Tyrkland - mynd - Act Alliance
Neyðarsöfnun

Vilt þú styrkja starfið?

Fréttir úr starfinu

Lýst yfir neyðarástandi í Malaví

Hitabeltisstormurinn Freddy hefur undanfarna daga lamið á suðurhluta Malaví og skilur eftir sig slóð eyðileggingar og manntjóns. Miklar rigningar og rok hafa stórskemmt innviði víða um landið; vegir eru sundurgrafnir, byggingar hafa látið undan veðurhamnum sem og raflínur.   Fjölmörg héruð hafa orðið fyrir barðinu á veðrinu eins og Læknar án landamæra greina frá í […]

Valdeflingarverkefni fær veglegan styrk

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, veitti í gær styrki til verkefna á sviði félags- og velferðarmála. Veittir voru 41 styrkir og nam heildarfjárhæðin ríflega 200 milljónum króna. Verkefni Hjálparstarfsins – Stattu með sjálfri þér – Virkni til farsældar hlaut 9,8 milljóna króna verkefnastyrk. Stattu með sjálfri þér er heiti á verkefni með konum sem […]

Hreint vatn fyrir þúsundir flóttafólks í Eþíópíu

Framkvæmdum við vatnsmiðlun í Seba Kare flóttamannabúðunum í hinu stríðshrjáða Tigray-héraði í Eþíópíu er lokið. Verkið var fjármagnað af stórum hluta af Hjálparstarfi kirkjunnar og íslenskum stjórnvöldum ásamt systurstofnunum Hjálparstarfsins í Ástralíu, Suður- og Norður Ameríku og víðar. Vatnsmiðlunin hefur verið afhent borgaryfirvöldum í héraðshöfuðborginni Mekelle. Um samstarfsverkefni á vegum systurstofnana innan Alþjóðlegs hjálparstarfs kirkna […]

Mánuður liðinn og staðan versnar enn

Nú er mánuður liðinn frá því að jarðskjálftarnir miklu riðu yfir landamærahéruð Tyrklands og Sýrlands. Ljóst hefur verið frá upphafi að afleiðingar skjálftana eru slíkar að erfitt er að gera sér þær í hugarlund. Gefið hefur verið út að tala látinna sé 50.000 að minnsta kosti, milljónir hafa misst heimili sín og byggingar sem hrundu […]

Styrkja