Í dag komu konur frá Lionsklúbbnum Engey á skrifstofu Hjálparstarfsins færandi hendi. Þær hittast reglulega og prjóna saman og gefa svo afrakstur vinnu sinnar til þeirra sem þurfa á því að halda. Þær segja að ekkert nema ánægjan reki þær áfram; það gefi þeim mikið að hittast og láta gott af sér leiða með þessum […]
Nýtt Fréttabréf Hjálparstarfsins er komið út. Blaðið er efnismikið en í blaðinu segjum við frá starfinu hér heima og á verkefnasvæðum erlendis. Í blaðinu er meðal annars fjallað sérstaklega um að fjölmargar barnafjölskyldur leita til Hjálparstarfsins fyrir hver jól. Ástæðan er einföld og ávallt sú sama. Þau sem minnst hafa handa á milli þurfa aðstoð […]
Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 25. nóvember nk. kl. 12:00 og snæða saman. Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin. Jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar Yfir hádegisverðinum munu viðstaddir fræðast um jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar, en starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar munu kynna það mikilvæga starf. Skráning […]
Í desember ár hvert aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar fólk sem býr við kröpp kjör sérstaklega svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta fyrir matvöru sem verða gefin út eigi síðar en 20. desember. Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst […]