Einstaklingsmiðuð nálgun og notendastýrð þjónustu eru lykilverkfæri félagsráðgjafanna sem leggja höfuðáherslu á að hlusta, ræða við og skilja einstaklingana sem til þeirra leita og vinna með þeim á forsendum þeirra sjálfra. Auk þess að veita ráð og efnislega aðstoð benda félagsráðgjafarnir fólki á úrræði í samfélaginu sem kunna að gagnast því við að takast á við erfiðar aðstæður.
Meginmarkmið með aðstoð í neyðartilfellum er að grunnþörfum fólks sé mætt, að fjárhagslegir erfiðleikar ógni ekki heilsu fólks og takmarki ekki möguleika barna og unglinga til að taka þátt í samfélaginu. Aðstoðinni er ætlað að svara skyndilegri neyð enda er það skylda stjórnvalda að tryggja framfærslu fólks í félagslegum vanda þannig að það fái lifað mannsæmandi lífi til lengri tíma.
Aðstoð um inneignarkort
Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað fyrir aðstoð. Félagsráðgjafi Hjálparstarfsins mun verða í sambandi við umsækjendur um stuðning innan viku.
Assistance
Below is an application form for assistance. A social worker will be in contact with applicants for support within a week.