Einstaklingsmiðuð nálgun og notendastýrð þjónustu eru lykilverkfæri félagsráðgjafanna sem leggja höfuðáherslu á að hlusta, ræða við og skilja einstaklingana sem til þeirra leita og vinna með þeim á forsendum þeirra sjálfra. Auk þess að veita ráð og efnislega aðstoð benda félagsráðgjafarnir fólki á úrræði í samfélaginu sem kunna að gagnast því við að takast á við erfiðar aðstæður.
Meginmarkmið með aðstoð í neyðartilfellum er að grunnþörfum fólks sé mætt, að fjárhagslegir erfiðleikar ógni ekki heilsu fólks og takmarki ekki möguleika barna og unglinga til að taka þátt í samfélaginu. Aðstoðinni er ætlað að svara skyndilegri neyð enda er það skylda stjórnvalda að tryggja framfærslu fólks í félagslegum vanda þannig að það fái lifað mannsæmandi lífi til lengri tíma.
Aðstoð um inneignarkort
Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað fyrir aðstoð.
Send verða textaskilaboð (sms) til umsækjenda um hvenær á að mæta á skrifstofu Hjálparstarfsins til að ná í kort og jólagjafir.
Ef um höfnun er að ræða er sendur tölvupóstur til umsækjenda.
Mikilvægt er að mæta á þeim tíma sem gefinn er upp.
Assistance
Below is an application form for assistance.
A social worker will be in contact (text message or e-mail) with applicants for support.
It is important to arrive at the given time.