Skilmálar

Hjálparstarf með þinni hjálp

Hjálparliðar og aðrir styrktaraðilar gera okkur kleift að halda úti öflugu hjálparstarfi jafnt innanlands sem utan.

Á Íslandi aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun. Starfið felst í því að greina vandann, veita félagslega ráðgjöf og efnislegan stuðning. Hjálparstarfið leggur ríka áherslu á að tryggja velferð barna og því er sérstaklega hlúð að barnafjölskyldum. Starfið felst einnig í valdeflingu sem leiðir til sjálfshjálpar þeirra sem starfað er með og í því að tala máli þeirra sem í nauðum eru staddir svo samfélagið taki tillit til þarfa þeirra og réttinda og að gripið verði til aðgerða sem breyta lífsmöguleikum þeirra til hins betra. Alþjóðlegt hjálparstarf felst í efnislegri aðstoð við fólk í neyð vegna náttúruhamfara, átaka og langvarandi fátæktar. Aðferðin er sú sama og í starfinu innanlands; að aðstoða fólk á þann hátt að það verði sem fyrst fært um að hjálpa sér sjálft.

Endurgreiðslur styrkja

Skilafrestur og endurgreiðsla styrkja er samningsatriði hverju sinni. Teljir þú þig ranglega skuldfærðan endurgreiðir Hjálparstarfið styrkinn skilyrðislaust.

Persónuverndarstefna og trúnaður

Vinnsla þeirra upplýsinga sem þú lætur okkur í té er í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Við munum ekki afhenda þær þriðja aðila. Með styrk þínum gefur þú okkur leyfi til að hafa frekara samband við þig, til að staðfesta styrkinn eða kynna betur starf Hjálparstarfs kirkjunnar.

Hafir þú af einhverjum ástæðum athugasemdir við skilmálana eða óskar eftir frekari upplýsingum er þér velkom­ið að senda okkur tölvupóst á netfangið help@help.is, hringja til okkar í síma 5284400 eða koma til okkar á skrifstofuna á neðri hæð Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík.

Lög um varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða teljir þú að þú eigir kröfu á hendur Hjálparstarfi kirkjunnar á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Styrkja