EAPN á Íslandi eru regnhlífasamtök þeirra félaga sem berjast gegn fátækt og félagslegri einangrun hérlendis og eiga aðild að evrópska tengslanetinu European Anti Poverty Network, stofnað árið 1990. Aðildarfélögin eru Félag einstæðra foreldra, Hagsmunasamtök heimilanna, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Kærleiksþjónusta kirkjunnar, Samhjálp, Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra, Velferðarsjóður Suðurnesja og Öryrkjabandalag Íslands.
Guðný Helena Guðmundsdóttir félagsráðgjafi er fulltrúi Hjálparstarfsins í EAPN á Íslandi og er formaður samtakanna.