Börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar gengu í hús í sóknum um land allt í október síðastliðnum með bauk frá Hjálparstarfi kirkjunnar í hönd. Börnin gáfu þannig af tíma sínum til að safna fé til verkefna Hjálparstarfsins í Afríku. Alls söfnuðu tilvonandi fermingarbörn 7.102.351 krónu og er framlag þeirra og fólksins sem tók þeim vel afar dýrmætt. Kærar þakkir!

Styrkja