Hjálparstarf kirkjunnar starfar með Hjálparstarfi Lútherska heimssambandsins, LWF DWS, og er aðili að Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna, ACT Alliance, sem samhæfa aðgerðir með hjálparstofnunum Sameinuðu þjóðanna og starfa eftir ströngustu stöðlum um faglegt hjálparstarf. Styrkur Hjálparstarfsins í mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu liggur í samvinnu við hjálparstofnanir sem þekkja staðhætti á verkefnasvæðum. Starfið felst í aðstoð við fólk í neyð, valdeflingu sem leiðir til sjálfshjálpar þeirra sem starfað er með og í því að tala máli þeirra sem í nauðum eru staddir svo stjórnvöld taki tillit til þarfa þeirra og réttinda og að grípið verði til aðgerða sem breyta lífsmöguleikum þeirra til hins betra.

Styrkja