Hjálparstarf kirkjunnar treystir á fjárstuðning frá hjartahlýju fólki til að sinna öflugu mannúðar- og hjálparstarfi á Íslandi jafnt sem á alþjóðavettvangi.
Við erum afar þakklát fyrir stuðninginn!

Takk fyrir dýrmætan stuðning – hann er grundvöllurinn fyrir hjálparstarf okkar!
Nánar um Hjálparliða

Hjartanlega velkomin/n í hóp Hjálparliða!

Hver sem er getur gerst Hjálparliði og styrkt verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar með mánaðarlegu framlagi. Það eina sem þarf er bankareikningur eða kreditkort.

Svona skráir þú þig sem Hjálparliða

Þú getur smellt á bláa kassann hér að ofan til að greiða mánaðarlegt framlag þitt með greiðslukorti. Þú getur einnig komið til okkar á skrifstofuna á Háaleitisbraut 66, neðri hæð Grensáskirkju, hringt í okkur í síma 528 4400 eða skrifað okkur tölvupóst á netfangið help@help.is og við skráum þig um hæl.

Upphæð framlags

Hjálparliðar styrkja starfið með mánaðarlegu framlagi að eigin vali. Upphæð  framlagsins er hægt að breyta hvenær sem er en algengast er að styrkurinn nemi 2000-2500 krónum á mánuði.

Með þinni hjálp

Hjálparliðar styrkja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar jafnt innanlands sem utan.

Á Íslandi aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun. Starfið felst í því að greina vandann, veita félagslega ráðgjöf og efnislegan stuðning. Hjálparstarfið leggur ríka áherslu á að tryggja velferð barna og því er sérstaklega hlúð að barnafjölskyldum.

Hjálparliðar styrkja mannúðaraðstoð á hamfara- og átakasvæðum og verkefni í þróunarsamvinnu í Eþíópíu og Úganda.

Alls staðar felst í starfinu valdefling sem leiðir til sjálfshjálpar þeirra sem við störfum með og að tala máli þeirra sem í nauðum eru staddir svo samfélagið taki tillit til þarfa þeirra og réttinda og að gripið verði til aðgerða sem breyta lífsmöguleikum þeirra til hins betra.

Breytingar  á greiðslu- eða persónuupplýsingum

Þegar þú skiptir um bankareikning eða kreditkort er mikilvægt að þú tilkynnir okkur um það til að styrkur þinn haldi áfram að berast. Öruggasta leiðin til að tilkynna nýjar banka- eða kreditkortaupplýsingar er að hringja í okkur í síma 528 4400 en breytt heimilisfang eða netfang máttu gjarnan tilkynna með því að senda tölvupóst á netfangið help@help.is. Rétt netfang tryggir að fréttabréfið okkar berist þér.

Breyting á mánaðarlegu framlagi

Þú getur alltaf hækkað eða lækkað framlag þitt með því að senda okkur línu á netfangið help@help.is eða með því að hringja í síma 528 4400. Við erum þakklát fyrir framlag þitt!

Að hætta sem Hjálparliði

Þú getur haft samband við okkur í síma 528 4400 eða sent okkur línu á netfangið help@help.is til að láta af mánaðarlegum stuðningi við starfið. Við sendum uppsögn til banka og greiðslukortafyrirtækja um hæl. Við erum þakklát fyrir allan stuðning við starfið!

Fréttabréf til Hjálparliða

Við viljum að sjálfsögðu segja þér fréttir úr starfinu og sendum þér því fréttabréf í tölvupósti um það bil sex sinnum á ári.

Ábendingar og kvartanir

Ef þú vilt koma með ábendingu um hvað megi betur fara eða vilt koma með athugasemd þá hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á netfangið help@help.is eða hringja í síma 528 4400.

Takk fyrir dýrmætan stuðning! Þú getur lagt þitt af mörkum í hjálparstarfi með stöku framlagi á eftirfarandi hátt:
  • Þú getur lagt upphæð að eigin vali inn á almennan styrktarreikning númer 0301-26-2270, kennitala 450670-0499.
  • Þú getur lagt upphæð að eigin vali inn á styrktarreikning fyrir hjálparstarf innanlands númer 0334-26-27, kennitala: 450670-0499.
  • Þú getur lagt upphæð að eigin vali inn á styrktarreikning fyrir alþjóðlegt hjálparstarf númer 0334-26-50886, kennitala: 450670-0499.
  • Þú getur Aurað í 123-5284400 og gefið upphæð að eigin vali til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.
  • Þú getur stutt starfið með því að greiða upphæð að eigin val með greiðslukorti:

Þú átt rétt á skattaafslætti þegar þú styður verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Þetta á við um einstaka styrki eða gjafir og mánaðarlega styrki Hjálparliða. Hjálparstarf kirkjunnar kemur upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín. Leggðu okkur lið og nýttu þér skattaafsláttinn í leiðinni. Stuðningur þinn er okkur mikilvægur!

Fyrirtæki geta fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem framlag eða gjöf er veitt. Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Hjálparstarf kirkjunnar um 1 milljón lækkar tekjuskattinn sinn um 200 þúsund krónur. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 800 þúsund fyrir 1 milljóna styrk til Hjálparstarfsins.

Einstaklingar geta fengið skattaafslátt ef styrkupphæð er á bilinu frá 10.000 til 350 þúsund króna. Styrkurinn kemur til lækkunar útsvars- og tekjuskattsstofns á almanaksári. Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 20 þúsund króna styrk til Hjálparstarfsins fær skattafslátt að fjárhæð 7.600 krónur og greiðir þannig í raun 12.400 fyrir 20 þúsund króna styrkt til starfsins ( Útreikningar gera ráð fyrir meðaltekjum en tekjuskattshlutfall er breytilegt.).

Hámarksstyrkupphæð hjá hjónum og sambúðarfólki sem kemur til lækkunar útsvars og tekjuskattsstofns er 700 þúsund krónur á ári. Frádráttur hjóna og sambúðarfólks er ekki millifæranlegur og ber því að halda styrkjum hvers einstaklings aðgreindum.

Takk fyrir dýrmætan stuðning við starfið!

Styrkja