Á gjafabréfasíðunni okkar Gjöf sem gefur fást á þriðja tug gjafabréfa sem eru tilvalin sem tækifærisgjöf fyrir starfsfólk og viðskiptavini fyrirtækja og félaga. Við aðstoðum við textagerð, uppsetningu og frágang bréfanna eftir óskum. Hjálparstarfið getur einnig séð um prentun gjafabréfa á silkipappír og útsendingu á heimilisfang. Skrifstofan er opin á virkum dögum klukkan 9 – 15, Kristín fræðslufulltrúi svarar í síma 5284406. Netfang fyrir gjafabréf er help@help.is. Bestu þakkir fyrir stuðninginn við starfið!