Hjálparstarf kirkjunnar er sjálfseignarstofnun sem treystir á stuðning frá almenningi, fyrirtækjum, félögum og stofnunum til þess að sinna öflugu hjálparstarfi innanlands og utan. Við erum ávallt reiðubúin að veita fræðslu um verkefni okkar, allt eftir óskum þeirra sem vilja vita meira um starfið. Við erum afar þakklát fyrir stuðninginn!

Fyrirtæki þitt getur verið öflugur bakhjarl og stutt við starfið með stöku framlagi á eftirfarandi hátt:
  • Lagt upphæð að eigin vali inn á almennan styrktarreikning númer 0301-26-2270, kennitala 450670-0499.
  • Lagt upphæð að eigin vali inn á styrktarreikning fyrir hjálparstarf innanlands númer 0334-26-27, kennitala: 450670-0499.
  • Lagt upphæð að eigin vali inn á styrktarreikning fyrir alþjóðlegt hjálparstarf númer 0334-26-50886, kennitala: 450670-0499.
  • Hringt í söfnunarsíma 907 2002 og greitt 2500 krónur með næsta símreikningi til hjálparstarfs innanlands.
  • Hringt í söfnunarsíma 907 2003 og greitt 2500 krónur með næsta símreikningi til alþjóðlegs hjálparstarfs.
  • Aurað í 123-5284400 og gefið upphæð að eigin vali til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.
  • Stutt starfið með því að greiða upphæð að eigin val með greiðslukorti:

Á gjafabréfasíðunni okkar Gjöf sem gefur fást á þriðja tug gjafabréfa sem eru tilvalin sem tækifærisgjöf fyrir starfsfólk og viðskiptavini fyrirtækja og félaga. Við aðstoðum við textagerð, uppsetningu og frágang bréfanna eftir óskum. Hjálparstarfið getur einnig séð um prentun gjafabréfa á silkipappír og útsendingu á heimilisfang. Skrifstofan er opin á virkum dögum klukkan 10 – 15, Svavar fræðslufulltrúi svarar í síma 528 4410. Netfang fyrir gjafabréf er help@help.is. Bestu þakkir fyrir stuðninginn við starfið!

Styrkja