Takk fyrir að taka vel á móti fermingarbörnum í fjáröflun! Þú getur líka lagt þitt af mörkum í hjálparstarfi á eftirfarandi hátt:
  • Lagt upphæð að eigin vali inn á styrktarreikning númer 0334-26-056200, kennitala 450670-0499.
  • Hringt í söfnunarsíma 907 2003 og greitt 2500 krónur með næsta símreikningi 
  • Aurað í 123-5284400 og gefið upphæð að eigin vali til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.
Takk fyrir dýrmætan stuðning – hann er grundvöllurinn fyrir hjálparstarf okkar!
Nánar um Hjálparliða

Hjartanlega velkomin/n í hóp Hjálparliða!

Hver sem er getur gerst Hjálparliði og styrkt verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar með mánaðarlegu framlagi. Það eina sem þarf er bankareikningur eða kreditkort.

Svona skráir þú þig sem Hjálparliða

Þú getur smellt á bláa kassann hér að ofan til að greiða mánaðarlegt framlag þitt með greiðslukorti. Þú getur einnig komið til okkar á skrifstofuna á Háaleitisbraut 66, neðri hæð Grensáskirkju, hringt í okkur í síma 528 4400 eða skrifað okkur tölvupóst á netfangið help@help.is og við skráum þig um hæl.

Upphæð framlags

Hjálparliðar styrkja starfið með mánaðarlegu framlagi að eigin vali. Upphæð  framlagsins er hægt að breyta hvenær sem er en algengast er að styrkurinn nemi 2000-2500 krónum á mánuði.

Með þinni hjálp

Hjálparliðar styrkja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar jafnt innanlands sem utan.

Á Íslandi aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun. Starfið felst í því að greina vandann, veita félagslega ráðgjöf og efnislegan stuðning. Hjálparstarfið leggur ríka áherslu á að tryggja velferð barna og því er sérstaklega hlúð að barnafjölskyldum.

Hjálparliðar styrkja mannúðaraðstoð á hamfara- og átakasvæðum og verkefni í þróunarsamvinnu í Eþíópíu, á Indlandi og í Úganda.

Alls staðar felst í starfinu valdefling sem leiðir til sjálfshjálpar þeirra sem við störfum með og að tala máli þeirra sem í nauðum eru staddir svo samfélagið taki tillit til þarfa þeirra og réttinda og að gripið verði til aðgerða sem breyta lífsmöguleikum þeirra til hins betra.

Breytingar  á greiðslu- eða persónuupplýsingum

Þegar þú skiptir um bankareikning eða kreditkort er mikilvægt að þú tilkynnir okkur um það til að styrkur þinn haldi áfram að berast. Öruggasta leiðin til að tilkynna nýjar banka- eða kreditkortaupplýsingar er að hringja í okkur í síma 528 4400 en breytt heimilisfang eða netfang máttu gjarnan tilkynna með því að senda tölvupóst á netfangið help@help.is. Rétt netfang tryggir að fréttabréfið okkar berist þér.

Breyting á mánaðarlegu framlagi

Þú getur alltaf hækkað eða lækkað framlag þitt með því að senda okkur línu á netfangið help@help.is eða með því að hringja í síma 528 4400. Við erum þakklát fyrir framlag þitt!

Að hætta sem Hjálparliði

Þú getur haft samband við okkur í síma 528 4400 eða sent okkur línu á netfangið help@help.is til að láta af mánaðarlegum stuðningi við starfið. Við sendum uppsögn til banka og greiðslukortafyrirtækja um hæl. Við erum þakklát fyrir allan stuðning við starfið!

Fréttabréf til Hjálparliða

Við viljum að sjálfsögðu segja þér fréttir úr starfinu og sendum þér því fréttabréf í tölvupósti um það bil sex sinnum á ári.

Ábendingar og kvartanir

Ef þú vilt koma með ábendingu um hvað megi betur fara eða vilt koma með athugasemd þá hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á netfangið help@help.is eða hringja í síma 528 4400.

Börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar sýna náungakærleik í verki með því að ganga fyrir Hjálparstarf kirkjunnar – Kærar þakkir fyrir að taka vel á móti þeim!

Börnin í fermingarfræðslunni leggja sitt af mörkum í hjálparstarfi með því að ganga í hús í hverfinu sínu með innsiglaðan bauk Hjálparstarfs kirkjunnar í hönd og bjóða fólki að leggja starfinu lið með fjárframlagi.

Börnin banka upp á tvö til þrjú saman í hópi – og stundum ganga foreldrar barnanna með þeim. Börnin fá endurskinsmerki til að bera í rökkrinu og þeim er uppálagt að fara ekki inn til fólks.

Stuðningur þinn hjálpar okkur að aðstoða fólk sem býr við sárafátækt. Nánar um verkefnið sem safnað er til má lesa hér.

Stuðningur þinn skiptir máli!

Styrkja