Skjólið er opið hús fyrir konur sem glíma við heimilisleysi, búa við óöruggar aðstæður eða eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi. Skjólinu er ætlað að vera öruggur samastaður sem konurnar geta sótt að deginum til. Unnið er eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði og er starf Skjólsins þróað og mótað með þeim konum sem það sækja.

Skjólið er opið klukkan 10 – 15 alla virka daga og er staðsett á neðri hæð Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Símanúmer Skjólsins er 454 0020.

Í Skjólinu er boðið upp á léttan og næringarríkan hádegismat, hreinlætisaðstöðu þar sem konur geta farið í sturtu og þvottaaðstöðu þar sem þær geta þvegið af sér. Aðstaða er til hvíldar, tómstundaiðkunar og annarrar afþreyingar auk þess sem aðgengi er að nettengdum tölvum.

Starfskonur Skjólsins eru Rósa Björg Brynjarsdóttir, umsjónarkona, Hrönn Hjálmarsdóttir og Una Sigrún Ástvaldsdóttir. Magnea Sverrisdóttir kemur einnig að starfinu sem djákni.

Velunnarar Skjólsins ræða saman á facebooksíðu Skjólsins.

Styrkja