Við tökum við fatnaði aftur frá og með 18. janúar 2021. Á meðan sóttvarnarreglur eru í gildi biðjum við fólk að nota sóttvarnargrímu þegar það kemur á skrifstofu Hjálparstarfsins með notaðan fatnað. 

Hjálparstarf kirkjunnar tekur á móti heilum og hreinum fatnaði á skrifstofu stofnunarinnar á virkum dögum klukkan 9 – 15. Skrifstofan er á neðri hæð Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík.

Við leggjum áherslu á að fólk sem til okkar leitar geti fengið vetrarfatnað og að börn fái þann fatnað sem þau þurfa, þar með talinn íþróttafatnað. Fólk sem leitar til okkar greiðir ekki fyrir fatnað sem það fær hér.

Takk fyrir að hugsa til okkar!

Styrkja