VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ VIÐ TÖKUM AFTUR VIÐ NOTUÐUM FATNAÐI FRÁ OG MEÐ 16. ÁGÚST 2021. VINSAMLEGAST SKILJIÐ EKKI EFTIR FATNAÐ FYRIR UTAN SKRIFSTOFUNA.

Við tökum á móti heilum og hreinum fatnaði á virkum dögum klukkan 9 – 15. Skrifstofan er á neðri hæð Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík.

Við leggjum áherslu á að fólk sem til okkar leitar geti fengið vetrarfatnað og að börn fái þann fatnað sem þau þurfa, þar með talinn íþróttafatnað. Fólk sem leitar til okkar greiðir ekki fyrir fatnað sem það fær hér.

Á starfsárinu júlí 2019 – júní 2020 sóttu 438 einstaklingar og fjölskyldur sér notaðan fatnað hjá Hjálparstarfinu. Flestar fjölskyldur komu oftar en einu sinni og flestir komu í desember, eða 307 einstaklingar og fjölskyldur.

Ef skjólstæðingar Hjálparstarfsins hafa ekki sóst eftir fatnaði sem hefur verið á fatalager okkar um nokkurra mánaða skeið áskilur Hjálparstarfið sér rétt til að rýma til fyrir nýjum fatnaði sem berst og fólk hefur meiri not fyrir. Fatnaður sem ekki gengur út hér er gefinn áfram til Rauða krossins sem sendir hann til endurvinnslu og andvirðið rennur til hjálparstarfs.

Takk fyrir að hugsa til okkar og leggja starfinu lið!

Styrkja