Í forvarnarskyni hefur Hjálparstarf kirkjunnar ákveðið að fatamiðstöð verði ekki opin almenningi meðan neyðarstig almannavarna vegna kórónuveirunnar COVID-19 varir. Á sama tíma höfum við ekki pláss til að taka við fatnaði heldur. Fatamiðstöðin verður opnuð aftur svo fljótt sem verða má og okkar öflugu sjálfboðaliðar munu þá taka á móti fólki sem til okkar leitar eftir notuðum fatnaði. Almennt er fatamiðstöðin opin á þriðjudagsmorgnum klukkan 10 – 12. Félagsráðgjafar og annað starfsfólk veitir aðra þjónustu eins og venja er á skrifstofu okkar á Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Það er opið hjá okkur klukkan 8 – 16 virka daga.

 

Styrkja