Bræðrastúka nr. 18, sem ber heitið Ari fróði, færði í dag Hjálparstarfi kirkjunnar 750.000 krónur að gjöf til styrktar innlendu starfi samtakanna.

Gunnar Hilmar Sigurðsson kom færandi hendi á skrifstofu Hjálparstarfsins þar sem Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri tók á móti þessu höfðinglega framlagi til starfsins.

Gjafir sem þessar skipta Hjálparstarfið afar miklu máli enda rík áhersla lögð á að aðstoða fjölskyldufólk sem býr við kröpp kjör fyrir jólin svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar.

Alls eru 48 reglustúkur starfandi innan Oddfellowreglunnar á Íslandi. Bræðrastúkurnar eru 28 talsins og Rebekkustúkurnar eru 20 alls. Þær leggja drjúgt til samfélagsins með fjárstyrkjum, vinnuframlagi, gjöfum og félagslegum stuðningi við sjúka og aldraða.

Á afhendingarskjali kemur fram að styrkurinn er veittur úr líknarsjóði stúkunnar Ara fróða, og undir það skrifa Ingimar Ólafsson, yfirmeistari, og Jón Ólafsson, ritari.

Hér má lesa allt um innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar.

Vilt þú styrkja hjálparstarfið? Með því að gerast Hjálparliði hjálpar þú fólki sem býr við fátækt á Íslandi og í fátækustu samfélögum heims.

Styrkja