Efnislegur stuðningur, eins og jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar, er nauðsynlegur til þess að svara aðkallandi þörf fólks. Margar fjölskyldur hafa ekki tök á því að halda gleðileg jól án stuðnings.

Hin hliðin á peningnum í starfi Hjálparstarfsins er að stuðla að aukinni virkni fólks til lengri tíma og því skipuleggja félagsráðgjafar Hjálparstarfsins reglulega námskeið og hópstarf í samráði við þá sem leita aðstoðar hjá stofnuninni.

Eitt þeirra er verkefna er Taupokar með tilgang sem er fyrir hóp innflytjendakvenna. Verkefnið er unnið í samvinnu við Hjálpræðisherinn og hópurinn hittist tvisvar sinnum í viku. Konurnar endurvinna efni sem almenningur og fyrirtæki hefur gefið og læra að sauma úr því. Þar kennir margra grasa og verða til fjölnota innkaupatöskur, grænmetispokar, dúkar og skiptiteppi fyrir börn, svo eitthvað sé nefnt. Í lok sauma borða konurnar saman hádegismat.

...

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi

„Við erum að sauma jólapoka núna sem við viljum selja. Með andvirðinu kaupum við tvinna, borða og gerum við saumavélar. Við viljum að verkefnið verði sjálfbært,“ segir Vilborg Oddsdóttir,  félagsráðgjafi sem hefur umsjón með innanlandsstarfi Hjálparstarfsins, en svo eftirsótt er þetta verkefni að konurnar hittast tvisvar í viku en ekki aðeins einu sinni eins og upphaflega var ætlunin. Á starfsárinu 2021 – 2022 mættu að meðaltali 20 konur og börn þeirra í hvert skipti.

„Núna erum við með stóran hóp af konum frá Nígeríu, Afganistan og Palestínu. Þær koma líka frá öðrum löndum en uppistaðan kemur frá þessum þremur löndum. Þetta er staður þar sem þær eru öruggar og líður vel. Það gefur okkur kost á því að ræða ýmiss kvennamál. Það er afurð þessa verkefnis en þær koma auðvitað líka til að hlægja og hafa skemmtilegt,“ segir Vilborg.

Hérna getið þið sem eigið eftir að kaupa jólagjafir fundið gjafir sem gefa.

Styrkja