Byggiðn, FIT, MATVÍS, RSÍ og VM, sem saman mynda Hús fagfélaganna, hafa veitt innanlandsstarfi Hjálparstarfs Kirkjunnar veglegan jólastyrk að upphæð ein milljón króna. Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins, hitti formenn félaganna í gær og veitti þessu höfðinglega framlagi viðtöku.

Þessi gjöf mun koma sér afar vel og skipta verulegu máli fyrir fjölmargar fjölskyldur og gera þeim kleift að halda gleðileg jól.

Hér má lesa allt um innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar.

Vilt þú styrkja hjálparstarfið? Með því að gerast Hjálparliði hjálpar þú fólki sem býr við fátækt á Íslandi og í fátækustu samfélögum heims.

 

Styrkja