Fólk á flótta undan stríðsátökum í Úkraínu hefur undanfarna tíu daga notið aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar í Ungverjalandi bæði í Úkraínu og í Ungverjalandi. Aðstoðin hefur fyrst og fremst falist í því að fólkið hefur fengið mat, drykk, hreinlætisvörur og -aðstöðu auk þess sem börnum hefur verið sköffuð aðstaða til að gleyma sér í leik í fjöldahjálparstöðvum. Fólkið fer svo áfram með rútum frá landamæraþorpum í stærri borgir þar sem búið að er koma upp miðstöðvum fyrir flóttafólkið.
Systurstofnanir í Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna í öðrum nágrannalöndum Úkraínu hafa sömuleiðis aðstoðað flóttafólk og ACT Alliance samhæfir nú enn frekara hjálparstarf á svæðinu.
Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi tekur þátt í starfinu með því að senda fjárframlag til systurstofnana á vettvangi sem þekkja staðhætti og eru færastar um að koma hjálpinni til skila á skilvirkan hátt.
Leggja má starfinu lið með eftirfarandi hætti:
Millifæra á söfnunarreikning númer 0334-26-886
kennitala: 450670-0499
Gefa stakt framlag hér á vefsíðunni: https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/
Gefa framlag með Aur í númer 123-5284400
Senda sms-ið HJALPARSTARF í síma 1900 (2500 krónur)

hringja í söfnunarsíma 907 2003 (2500)

Styrkja