Hjartanlega velkomin/n á  ljósmyndasýningu Hjálparstarfs kirkjunnar á neðri hæð Smáralindar þar sem ljósmyndir Þorkels Þorkelssonar leiða okkur inn í heim fólksins sem við störfum með í þróunarsamvinnu.

Ljósmyndasýningin verður opnuð með formlegum hætti miðvikudaginn 3. mars klukkan 16:30 en myndirnar verða áfram til sýnis á neðri hæð Smáralindar til sunnudagsins 14. mars 2021. Við viljum minna á að grímuskylda er í Smáralind.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flytur ávarp við opnun sýningarinnar og Þorkell Þorkelsson ljósmyndari segir frá fólkinu sem hann hitti á vettvangi og hvernig hann upplifði aðstæðurnar sem það býr við.

Styrkja