Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun fyrir verkefnum innanlands og utan með því að senda valgreiðslu í heimabanka landsmanna á aldrinum 30 – 80 ára að upphæð 2.500 krónur.

Á hverju ári tekur Hjálparstarf kirkjunnar á móti fólki sem ekki hefur efni á að kaupa hátíðarmat fyrir jólin og á ekki fyrir jólagjöfum fyrir börnin. Við höfum fengið fjölda umsókna um aðstoð fyrir jólin nú og erum byrjuð að vinna úr þeim með frábærum stuðningi sjálfboðaliða.

Aðstoðin fyrir jól er fyrst og fremst í formi inneignarkorta fyrir matvöru en mikil valdefling felst í því þegar fólk getur valið sjálft það sem það setur í innkaupapokann. Þá geta foreldrar í fjárhagslegri neyð einnig sótt til okkar jólafatnað og jólagjafir fyrir börnin.

Við störfum á Íslandi, í þróunarsamvinnu á Indlandi, í Úganda og í Eþíópíu og veitum mannúðaraðstoð á vettvangi náttúruhamfara og stríðsátaka í samvinnu við systurstofnanir okkar í Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna, ACT Alliance. Starfinu sinnum við með frábærum stuðningu frá hjartahlýju fólk á Íslandi.

Styrkja