Grýla er víst í einangrun og Stúfur í sóttkví en fjórir jólasveinar komust til byggða í morgun með sóttvarnargrímur fyrir vitum og afhentu Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón og þrjú hundruð þúsund krónur sem verður varið til verkefna Hjálparstarfsins. Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur frá stofnun þjónustunnar árið 1997 látið 20% af veltu  renna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Samtals hefur þjónustan nú gefið rúmar 15 milljónir króna til Hjálparstarfsins. Við þökkum jólasveinunum kærlega fyrir stuðninginn sem hefur verið varið til aðstoðar við fólk í neyð bæði innanlands og utan.

Styrkja