Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í Grensáskirkju í hádeginu, síðasta mánudag í hverjum mánuði, til að fræðast um starfið og stilla saman strengi. Næsta samvera verður í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 27. nóvember nk. kl. 12:00.

Háannatími hjá Hjálparstarfi kirkjunnar

Yfir hádegisverðinum mun fulltrúi frá Hjálparstarfi kirkjunnar segja okkur frá starfinu framundan, en aðventu- og jólatíminn er háannatími hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.

Skráning

Tilkynna þarf þátttöku á netfangið help@help.is eða í síma 528 4400 fyrir kl. 9:00 föstudaginn 24. nóvember nk.

Verð fyrir máltíðina er 3.000 kr. og mun afraksturinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Umsjón með matseldinni að þessu sinni hafa Bent Pedersen og Kolbrún Guðjónsdóttir, en á boðstólnum verður hátíðarmatur í aðdraganda aðventu- og jóla.

Hugmyndin

Hugmyndin að baki samverunum er að fólk geti hist stutt í hádeginu, borðað saman og rætt málefni Hjálparstarfsins og hvernig hver og einn og hópurinn í heild sinni geti stutt við starfið.

Ávallt er pláss fyrir nýja Vini Hjálparstarfsins.

Hjartanlega velkomin

Öll sem hafa áhuga á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.

Styrkja