Ert þú flínk í höndunum? Langar þig að gera eitthvað skemmtilegt og gefandi? Langar þig að starfa sem sjálfboðaliði? Á mánudögum og fimmtudögum klukkan 9.30 – 13 erum við með virkilega spennandi verkefni í samstarfi við Hjálpræðisherinn í Mjóddinni sem heitir “Taupokar með tilgang.” Það er fyrir konur sem eru nýkomnar til landsins og eru utan vinnumarkaðar. Konurnar læra að sníða og sauma fjölnota innkaupapoka og fleira úr efni og / eða notuðum fatnaði sem almenningur hefur gefið og nota til þess saumavélar sem almenningur hefur gefið sömuleiðis. Konurnar fá félagsskap og læra að sauma, efni er endurunnið og umhverfið græðir. Í lok samveru borða svo allar saman. Hafðu samband við Vilborgu félagsráðgjafa, vilborg@help.is, ef þú hefur áhuga á að vera með, annan daginn eða báða. Við hlökkum til að hitta þig!

Styrkja