Fátt finnst okkur skemmtilegra hérna í Hjálparstarfinu en þegar við fáum góða gesti. Hún Arna Bára Arnarsdóttir fellur svo sannarlega í þann flokk en hún kom með báðar hendur fullar í morgun af prjónlesi frá hópi kvenna í Mosfellsbæ.

Prjónakaffi Lágafellssóknar, kallar hópurinn sig, en þær hittast aðra hvora viku og prjóna peysur, húfur, sokka og vettlinga. Allt gáfu þær svo Hjálparstarfinu í morgun og fatnaðurinn kemur sér svo sannarlega vel um þessar mundir.

Þetta hefur hópurinn, sem telur hátt í 20 konur, gert í mörg undanfarin ár og Hjálparstarfið hefur notið þess ríkulega. Þær prjóna fyrir góð málefni; vilja láta gott af sér leiða og njóta samvista um leið.

Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur stutt prjónahópinn dyggilega með því að gefa þeim allt garn til prjónaskaparins.

Styrkja