Nýtt Fréttabréf Hjálparstarfsins er komið út. Í blaðinu segjum við frá starfinu hér heima og á verkefnasvæðum erlendis.

Í blaðinu er meðal annars fjallað jólaaðstoð Hjálparstarfsins en sjaldan hafa eins margir leitað til okkar og nú. Ástæðan er einföld og ávallt sú sama. Þau sem minnst hafa handa á milli þurfa aðstoð við að útvega börnum sínum það sem öll börn þurfa um jólin.

Við segjum frá verkefni í Kampala, höfuðborg Úganda þar sem Hjálparstarfið hefur starfað um langt árabil við að styðja smiðjur fyrir börn og ungmenni.

Ef þú vilt lesa um innlent sem erlent starf Hjálparstarfsins má finna nýja fréttabréfið hér.

Styrkja