Nýtt Fréttabréf Hjálparstarfsins er komið út. Blaðið er efnismikið en í blaðinu segjum við frá starfinu hér heima og á verkefnasvæðum erlendis.

Í blaðinu er meðal annars fjallað sérstaklega um að fjölmargar barnafjölskyldur leita til Hjálparstarfsins fyrir hver jól. Ástæðan er einföld og ávallt sú sama. Þau sem minnst hafa handa á milli þurfa aðstoð við að útvega börnum sínum það sem öll börn þurfa um jólin. Aldrei er þörfin eins áberandi og um jólin; margir eru í mjög erfiðri stöðu og því ekkert sem bendir til annars en að margir leiti stuðnings fyrir komandi jól líkt og undanfarin ár.

Ef þú vilt lesa um innlent sem erlent starf Hjálparstarfsins má finna nýja fréttabréfið hér.

Styrkja