Mörg undanfarin ár hefur Lindex lagt sitt af mörkum með frábærum stuðningi við neyðaraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar innanlands. Á þessu er engin breyting fyrir þessi jól  því í dag kom Anna Margrét Kristjánsdóttir, starfsmaður hjá Lindex, til okkar með 100 inneignarkort sem hvert og eitt er 10.000 króna virði.

Þessi gjöf mun koma sér afar vel og skipta verulegu máli fyrir fjölmargar fjölskyldur og gera þeim kleift að halda gleðileg jól.

Lindex á Íslandi er í eigu hjónanna Lóu Dagbjartar Kristjánsdóttur og Alberts Þórs Magnússonar.

Hér má lesa um stefnu Lindex um samfélagslega ábyrgð þar sem kennir ýmissa grasa.

Styrkja