Í lok síðustu viku tók Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfinu við veglegum styrk til starfsins frá Nettó; 50 inneignarkortum að upphæð 10.000 krónur.

Það voru þau Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Nettó og Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó, sem komu við á Háaleitisbrautinni færandi hendi.

Í mörg ár hefur Nettó sýnt Hjálparstarfinu velvild og styrkt starfið veglega. Kærar þakkir Nettó!

Á afhendingarskjali segir að eitt af viðfangsefnum Nettó í samfélagslegri ábyrgð er að veita styrki stil samfélagsverkefna. Styrkirnir endurspegla áherslur fyrirtækisins um þátttöku í samfélaginu og snúa að eftirfarandi flokkum: Heilbrigður lífstíll, æskulýðs- og forvarnarstarf, umhverfismál og mennta-, menningar- og góðgerðarmál.

Nettó er í eigu Samkaupa hf. Fyrsta Nettó verslunin opnaði á Akureyri árið 1989 en í dag eru þær 17 talsins, sex  á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. á Grandanum, í Mjódd, í Lágmúla, í Hafnarfirði, Búðakór og við Salaveg í Kópavogi. Auk þess eru 2 Nettó verslanir á Akureyri, í Borgarnesi, á Selfossi, 2 í Reykjanesbæ, Grindavík, á Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Egilsstöðum og Húsavík.

Hér má lesa allt um innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar.

Vilt þú styrkja hjálparstarfið? Með því að gerast Hjálparliði hjálpar þú fólki sem býr við fátækt á Íslandi og í fátækustu samfélögum heims.

 

 

 

Styrkja