Vinir Hjálparstarfsins hafa nú hist reglulega í nokkur misseri. Fólk kemur saman til hádegisverðar þar sem heimilislegur matur er á boðstólum, fræðist um starfið og stillir saman strengi.
Hingað til hafa samverurnar verið síðasta fimmtudag mánaðar í Grensáskirkju en nú verður sú breyting að samverurnar verða fyrsta fimmtudag í mánuði í Seltjarnarneskirkju.
Fyrsta samvera vetrarins verður kl. 12:00, fimmtudaginn 6. nóvember í Seltjarnarneskirkju.
Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri mun segja sögur af fólki sem notið hefur góðs af öflugu starfi Hjálparstarfsins.
Skráning fer fram í síma Ingimars Sigurðssonar kirkjuvarðar í síma 896 7800 eða með pósti á netfangið: kirkjuvordur@seltjarnarneskirkja.is í síðasta lagi miðvikudaginn 5. nóvember.
Verð fyrir máltíðina er kr. 3.500.- og mun afraksturinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Öll sem hafa áhuga á starfi Hjálparstarfsins og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.
