Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun til að hægt sé að veita íbúum Úkraínu sem flúið hafa heimili sín neyðaraðstoð og áfallahjálp. Fjárframlög verða send til systurstofnana Hjálparstarfsins á vettvangi sem hafa nú þegar hafið störf. Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna ACT Alliance samræmir áframhaldandi aðstoð við fólk sem hefur neyðst til að yfirgefa heimili sín og leitar skjóls í nágrannaríkjum. Nánar um aðstoðina sem hafin er má lesa á vefsíðu ACT Alliance: https://actalliance.org/news/?__countries=509

Hjálparstarf kirkjunnar tekur undir með ACT Alliance og kallar eftir því að tafarlaust verði látið af stríðsrekstri í Úkraínu, að borin sé virðing fyrir alþjóðalögum og landamærum fullvalda ríkja.

Söfnunarreikningur númer 0334-26-886 kennitala: 450670-0499

Stakt framlag á vefsíðu: https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/

Söfnunarsímanúmer: 907 2003 (2500 krónur)

Framlag með Aur í númer 123-5284400

 

Styrkja