Þeir Ólafur Th. Ólafsson og Þórarinn Gunnarsson frá Oddfellowstúku nr. 12, sem ber nafnið Skúli fógeti, litu við á skrifstofum Hjálparstarfsins í morgun. Styrkti félagið innanlandsstarf Hjálparstarfsins um 400.000 krónur. Styrkurinn er einn af mörgum jólastyrkjum stúkunnar fyrir þessi jól, en rótgróin hefð er fyrir því hjá stúkunni að styrkja góð málefni í tilefni jóla en Oddfellowstúka Skúla fógeta var stofnuð árið 1969.

Í afhendingarskjali segir að styrkurinn sé veittur úr líknarsjóði stúkunnar og þess óskað að hann gangi til neyðaraðstoðar við matar- og lyfjakaup á Íslandi.

Hjálparstarfið þakkar fyrir rausnarlegan stuðning og óskar stúkumeðlimum Skúla fógeta og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla.

Styrkja