Nýtt Fréttabréf Hjálparstarfsins er komið út. Blaðið er efnismikið og með nýju útliti sem fellur lesendum vonandi vel í geð. Í blaðinu segjum við frá starfinu hér heima og á verkefnasvæðum erlendis.

Í blaðinu er meðal annars fjallað sérstaklega um það að á hverju hausti leita fjölmargar barnafjölskyldur til Hjálparstarfsins þegar skólastarf er við það að hefjast. Ástæðan er einföld og ávallt sú sama. Þau sem minnst hafa handa á milli þurfa aðstoð við að útvega börnum sínum það sem öll börn þurfa þegar skólar hefjast; góða skólatösku, fatnað, ritföng og fleira. Í fyrrahaust leituðu um 160 fjölskyldur til Hjálparstarfsins við upphaf skólastarfs og börnin sem fengu aðstoð voru rúmlega 300 talsins.

Ef þú vilt lesa um innlent sem erlent starf Hjálparstarfsins má finna nýja fréttabréfið hér.

Styrkja