Sóknarnefnd Hallgrímskirkju ákvað á jólafundi sínum í ár að veita Hjálparstarfi kirkjunnar 4.5 milljónum króna úr Líknarsjóði kirkjunnar.

Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins, segir af þessu tilefni að rausnarlegur  stuðningur Hallgrímssóknar til fjölda ára sé ómetanlegur og styrki stoðir starfsins svo um munar.

Hjálparstarf kirkjunnar þakkar þennan frábæra stuðning.

Líknarsjóður Hallgrímssóknar veitir fjárhagsaðstoð til einstaklinga og fjölskyldna í neyð, segir á heimasíðu kirkjunnar. „Framlög þín gera okkur kleift að rétta hjálparhönd til þeirra sem minnst mega sín og sýna kærleika í verki,“ segir þar.

Styrkja