Hjálparstarf kirkjunnar veitir fólki sem býr við fátækt á Íslandi efnislegan stuðning og félagslega ráðgjöf allt árið um kring. Við leggjum nú sérstaka áherslu á að aðstoða barnafjölskyldur svo þær geti gert sér dagamun yfir jólahátíðina.

Í þróunarsamvinnu í Úganda og í Eþíópíu störfum við með fólki sem býr við ömurlegar aðstæður í sárri fátækt vegna sjúkdóma, vatnsskorts og öfga í veðurfari og vegna þess að fátæktin viðheldur sjálfri sér.

Við veitum mannúðaraðstoð á vettvangi náttúruhamfara og stríðsátaka í samvinnu við systurstofnanir okkar í Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna, ACT Alliance.

Aðferðin í starfi okkar er alls staðar sú sama: Við mætum fólki af virðingu og aðstoðin tekur mið af þörf hvers og eins. Við hjálpum fólki þannig að það geti hjálpað sér sjálft.

Við höfum nú hafið fjársöfnun fyrir verkefnum innanlands og utan með valgreiðslu í heimabanka landsmanna að upphæð 2.500 krónur. Einnig er hægt að leggja fjárhæð að eigin vali inn á styrktarreikning Hjálparstarfsins: 0334-26-50886. Kennitala 450670-0499.

Takk fyrir dýrmætan stuðning!

Styrkja