Þann 19. maí síðastliðinn tók Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins á móti 6 – 12 ára gömlum börnum í barnastarfi Árbæjarkirkju hér á skrifstofunni. Börnin komu með 27.200 krónur sem þau vilja að Hjálparstarfið komi til barna sem búa við fátækt svo þau fái sumargjöf. Peningurinn er afrakstur góðgerðarsölu sem börnin héldu á Æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar í mars þar sem þau seldu umhverfisvæna tannbursta, teygjur, drykkjarrör og eyrnapinna. Hjálparstarfið þakkar börnunum í Árbæjarkirkju kærlega fyrir!♥

Styrkja