Í byrjun vikunnar kom fríður hópur á skrifstofu Hjálparstarfsins færandi hendi. Það voru konur í Lionsklúbbnum Engey, en þær hittast reglulega og prjóna saman og gefa svo afrakstur vinnu sinnar til þeirra sem á þurfa á því að halda.

Þær segja að ekkert nema ánægjan reki þær áfram; það gefi þeim mikið að hittast og láta gott af sér leiða með þessum hætti.
Þessar fallegu prjónavörur verða hluti af jólagjöfum sem verða gefnar hjá Hjálparstarfinu núna fyrir jólin. Það er öruggt að það verða margir sem verða brosandi út að eyrum og verður hlýrra, vegna þessara gjafa.
Bestu þakkir fyrir!
Styrkja