TENGLAR FYRIR YKKUR

http://www.alertnet.org/inthepress.htm – Reuter-vefur sem skannar heimspressuna eftir áhugaverðum greinum og fréttum úr öðrum miðlum um mannúðarmál. Uppfært daglega.

www.kirkjan.is – Vefur Þjóðkirkjunnar

www.lutheranworld.org – Vefur Lútherska heimssambandsins sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að.

http://www.lutheranworld.org/What_We_Do/DWS/DWS-Welcome.html

www.wcc-coe.org – Vefur Alkirkjuráðsins sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að.

www.noedhjaelp.dk – Hjálparstarf dönsku kirkjunnar

www.nca.no – Hjálparstarf norsku kirkjunnar

www.svkyrkan.se/lh/lutherhj.htm – Hjálparstarf sænsku kirkjunnar.

www.christian-aid.org.uk Kristin hjálparsamtök.

www.globalgang.org.uk – Barnasíða á vef Christian Aid hjálparstofnunarinnar í Bretlandi.

www.mannrettindi.is – Mannréttindaskrifstofa Íslands

www.kfum.is – Vefur KFUM

www.www.sik.is Samband íslenskra kristniboðsfélaga

www.u-land.dk – Danskur vefur um 300 samtaka þar í landi um hnattræn málefni, fjölbreyttur og áhugaverður.

www.worldwatch.org

www.electionworld.org – Upplýsingar um kosningaúrslit hvar sem er í heiminum.

www.csi-int.ch – Kristileg mannréttindasamtök

http://www.peterwilliams.ch/PeterWilliams_intro_Biafra_1.htm – Myndir frá hjálparstarfinu í Bíafra fyrir 35 árum.

TENGLAR FYRIR YKKUR

Hjálparstarf kirkjunnar veitir fólki í félagslegri neyð efnislega aðstoð í samvinnu við presta, djákna, félags- og námsráðgjafa um land allt. Aðstoðinni er ætlað að svara skyndilegri neyð enda er það skylda stjórnvalda að tryggja framfærslu fólks í félagslegum vanda þannig að það fái lifað mannsæmandi lífi til lengri tíma. Meginmarkmið með aðstoð í neyðartilfellum er að grunnþörfum fólks sé mætt og að fjárhagslegir erfiðleikar ógni hvorki heilsu fólks né takmarki möguleika barna og unglinga til farsæls lífs. Faglegt mat félagsráðgjafa Hjálparstarfs kirkjunnar liggur til grundvallar efnislegum stuðningi sem veittur er án tillits til trúar- og lífsskoðana, þjóðernis, litarháttar eða kyns þeirra sem hans leitar.

Skrifstofa Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, neðri hæð Grensáskirkju, er opin á virkum dögum mill klukkan 8:00 og 16:00. Félagsráðgjafar taka á móti umsóknum um efnislega aðstoð á viðtalstíma á miðvikudögum klukkan 12:00 – 16:00. Faglegt mat félagsráðgjafanna og framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara liggja til grundvallar þegar ákvörðun um efnislegan stuðning er tekin. Umsækjendur eru beðnir um að mæta til viðtals með gögn um tekjur og fastaútgjöld sín frá síðustu mánaðamótum.

Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar fólk við lyfjakaup í neyðartilfellum. Þó er ekki greitt fyrir lyf sem eru á lista Lyfjastofnunar yfir ávana- og fíknilyf. Félagsráðgjafar taka á móti umsóknum um aðstoð við lyfjakaup á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, neðri hæð, og í síma 528 4400 klukkan 10:00 – 15:30 virka daga. Athugið að sækja þarf um aðstoð áður en lyf eru leyst út.

Fólk í félagslegri neyð getur sótt sér notaðan fatnað á lager Hjálparstarfs kirkjunnar að Háaleitisbraut 66, neðri hæð, á þriðjudögum klukkan 10:00 – 12:00.

Hjálparstarfið tekur á móti hreinum og heillegum fatnaði á skrifstofu stofnunarinnar að Háaleitisbraut 66, neðri hæð, alla virka daga klukkan 8:00 – 16:00. Hjálparstarfið lætur fatnaðinn áfram til þeirra sem eftir honum leita en sá fatnaður sem ekki er sóst eftir er gefinn áfram til Hjálpræðishersins á Íslandi.

Á annan tug öflugra sjálfboðaliða leggja Hjálparstarfinu lið í viku hverri með því að flokka, brjóta saman og raða í hillur ásamt því að aðstoða þá sem koma til að fá notaðan fatnað hjá stofnuninni.

Hjálparstarf kirkjunnar styður börn og unglinga sem búa við fátækt og eru undir átján ára aldri til íþróttaiðkunar, tónlistarnáms og tómstundastarfs. Foreldrar fá stuðning til að senda börn í sumarbúðir og unglinga á sjálfstyrkingarnámskeið. Foreldrar grunnskólabarna fá sérstakan stuðning í upphafi skólaárs og ungmenni fá styrk til að stunda nám sem gefur þeim réttindi til starfs eða veitir þeim aðgang að lánshæfu námi. Markmiðið er að rjúfa vítahring stuttrar skólagöngu, lágra launa og fátæktar. Félagsráðgjafar taka við umsóknum á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, neðri hæð, á miðvikudögum kl. 12:00 – 16:00.

Í desember ár hvert aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar fólk sem býr við kröpp kjör sérstaklega svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta fyrir matvöru en fólk fær einnig notaðan fatnað eða inneignarkort fyrir fatnaði og fleira. Þá fá foreldrar aðstoð svo börnin geti fengið jólagjafir sem þau hafa sett á óskalistann.

Prestar og djáknar í dreifbýli hafa milligöngu um aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við einstaklinga jafnt sem barnafjölskyldur fyrir jól. Á svæðum þar sem aðrar hjálparstofnanir starfa einskorðar Hjálparstarfið aðstoðina við efnalitlar barnafjölskyldur. Gott samstarf er um jólaaðstoð víðs vegar um landið milli Hjálparstarfs kirkjunnar annars vegar og Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefnda og Rauða krossins hins vegar.

Styrkja