Stattu með sjálfri þér – Virkni til farsældar er tveggja ára spennandi og nærandi verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefst þann 3. september næstkomandi. Verkefnið er fyrir konur sem búa við örorku og eru með börn á framfæri. Unnið verður á einstaklingsmiðaðan hátt í gegnum viðtöl, styttri námskeið og hópavinnu. Unnið verður út frá markmiðum hverrar og einnar, áhugasviðum og styrkleikum. Við áætlum að þátttakendur verði 15-20 talsins og verða félagsráðgjafar Hjálparstarfsins þeim innan handar, hjálpa þeim að setja sér markmið, koma auga á lausnir og gera með þeim áætlun. Verkefnið er unnið með fjárstuðningi frá Velferðarráðuneytinu. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Júlíu félagsráðgjafa Hjálparstarfsins fyrir 3. september. Síminn hjá okkur er 5284400.

Styrkja