„Samstaðan var ótrúlega falleg í dag þegar heimilislausir og starfsfólk málaflokksins voru bólusettir. Við hjá Skjólinu erum þakklátar fyrir daginn í dag!” sagði Rósa Björg Brynjarsdóttir, umsjónarkona Skjólsins, í gær en þá voru 75 einstaklingar – starfsfólk jafnt sem gestir – bólusettir í athvörfum fyrir fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Í frétt Reykjavíkurborgar segir að í gær hafi mikilvægt skref verið tekið í bólusetningum á velferðarsviði þegar gestir neyðarskýla, Frú Ragnheiðar, Skjólsins og aðrir skjólstæðingar Vettvangs- og ráðgjafarteymis Reykjavíkurborgar, sem sinnir þjónustu við fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir, fengu bólusetningu gegn Covid-19.

Styrkja