Fulltrúar Hallveigar, Oddfellowstúku númer 3, þeir Þórir Haraldsson og Örn Ottesen Hauksson, komu til okkar í gær og færðu Hjálparstarfinu 450 þúsund króna jólastyrk.

Sú kveðja fylgdi gjöfinni frá þeim að um væri að ræða „smá jólaglaðning til þeirra sem þurfa á því að halda og þið komið honum á þann stað þar sem þörfin er aðkallandi.“

Þörfin er svo sannarlega aðkallandi svo styrkurinn kemur sér afar vel nú rétt fyrir jólin. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi sen gefur umsjón með innanlandsstarfi Hjálparstarfsins, sagði þeim Þóri og Erni að sjaldan hefur þörfin verið eins áberandi og fyrir þessi jól og fjöldi umsækjenda milli jóla þegar kominn fram með afgerandi hætti. Þar sagði Vilborg sárt að sjá fjölskyldur, þar sem allt var orðið í lagi hjá, leita sér aðstoðar fyrir jól á nýjan leik. Hækkandi húsnæðiskostnaður og dýr matarkarfa er samnefnarinn fyrir bága stöðu þessara fjölskyldna. Þegar sú er staðan er desember erfiður mánuður.

 

 

Styrkja