Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kom í heimsókn til okkar þann 7. júní og undirritaði samning um fjögurra milljón króna stuðning við verkefni Hjálparstarfsins með efnalitlum barnafjölskyldum í sumar þegar Hjálparstarfið veitir barnafjölskyldum styrk til þess skapa góðar minningar og styðja við jákvæða samveru. Boðið er upp á skipulagðar ferðir fyrir barnafjölskyldur auk þess sem Hjálparstarfið aðstoðar fjölskyldur við að skipuleggja sín eigin sumarfrí með því að veita fjárstuðning til að greiða fyrir gistingu, leigja bíl, kaupa bensínkort, matarkort og afþreyingu. Styrkurinn er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu. Hjálparstarfið þakkar félags- og barnamálaráðuneytinu kærlega fyrir dýrmætan stuðning við starfið. Á myndinni heilsast ráðherra og Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfsns. Hjá þeim stendur Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi sem stýrir verkefninu.

Styrkja