Fátt finnst okkur skemmtilegra hérna í Hjálparstarfinu en þegar við fáum góða gesti. Hún Arna Bára Arnarsdóttir fellur svo sannarlega í þann flokk en hún kom með báðar hendur fullar í morgun af prjónlesi frá hópi kvenna í Mosfellsbæ. Prjónakaffi Lágafellssóknar, kallar hópurinn sig, en þær hittast aðra hvora viku og prjóna peysur, húfur, sokka […]