Þarft þú hjálp?
Gjöf sem gefur
Minningar­kort
jólagjafir
Jólaaðstoð

Vilt þú styrkja starfið?

Fréttir úr starfinu

Vekur vonir og væntingar um bjartari tíma

Sparnaðar- og lánahópar kvenna er einn verkþáttur stærsta verkefnis Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu. Hópvinnan hefur gengið afar vel og fjölmargar konur fengið verkfæri í hendur til að byggja sér betri framtíð. Verkefnið er unnið með sárafátækum sjálfsþurftarbændum í Sómalífylki Eþíópíu. Meginmarkmið verkefnisins eru að bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni, að fólkið geti aukið fæðuöryggi sitt […]

Öll útgáfa Hjálparstarfsins aðgengileg

Útgáfa fréttabréfs Hjálparstarfs kirkjunnar hófst árið 1975 og hefur staðið nær óslitið síðan. Nú fimmtíu árum frá því að fyrsta fréttabréfið leit dagsins ljós hefur útgáfan í heild sinni verið birt á timarit.is – stafrænu bókasafni á vegum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Fréttabréf Hjálparstarfs kirkjunnar hóf göngu sína á fimmta starfsári stofnunarinnar en um langt […]

Úr vörn í sókn í menntasmiðjum Kampala

Í Úganda er Hjálparstarf kirkjunnar í samstarfi við samtökin Ugandan Youth Development Link, UYDEL, sem hafa áratuga reynslu af því að vinna með ungu fólki í fátækrahverfum höfuðborgarinnar Kampala og eru leiðandi í baráttunni gegn mansali og barnaþrælkun í landinu. Í höfuðborginni reka samtökin smiðjur fyrir börn og ungmenni á aldrinum 13-24 ára og fjármagnar […]

Fagfélögin veittu veglegan styrk

Fagfélögin, samtök sem nokkur iðnfélög standa að, veittu í dag innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar veglegan jólastyrk að upphæð ein milljón króna. Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins, hitti formenn félaganna og veitti þessu höfðinglega framlagi viðtöku. Þessi gjöf mun koma sér afar vel og skipta verulegu máli fyrir fjölmargar fjölskyldur og gera þeim kleift að halda gleðileg jól. […]

Styrkja