Kæru skjólstæðingar og velunnarar Hjálparstarfs kirkjunnar.
Í ljósi þess að smitum af völdum Covid-19 fjölgaði hratt hérlendis síðustu daga fyrir jól og vegna hertra sóttvarnaraðgerða stjórnvalda hefur Hjálparstarf kirkjunnar ákveðið að öll þjónusta verði veitt símleiðis eingöngu frá og með 28. desember 2021 til 10. janúar 2022.
Þjónustan verður veitt símleiðis frá 28. til 30. desember og frá 4. til 7. janúar í síma 528 4400 klukkan 10 – 15.
Ekki verður svarað í síma vegna jólaleyfa 25. – 27. desember og 31. desember – 3. janúar.
Með bestu þökkum fyrir samskiptin, traustið og dýrmætan stuðning við starfiðið á árinu sem er að líða og bestu óskum um gæfuríkt nýtt ár.
Styrkja