Hjálparstarf kirkjunnar leitar að öflugum liðsfélaga sem býr yfir frumkvæði, metnaði og áhuga til að stýra fjölbreyttum verkefnum á sviði fræðslu og fjáröflunar í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra og annað starfslið stofnunarinnar. Um fullt starf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Umsjón með upplýsingamiðlun á vefsíðu og á helstu samfélagsmiðlum
 • Ritstjórn og útgáfa fréttablaðs
 • Greinaskrif og samskipti við fjölmiðla
 • Umsjón með fjáröflunarverkefnum
 • Umsjón með fræðslu og skipulagningu viðburða
 • þátttaka í öðrum tilfallandi verkefnum innan stofnunarinnar

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla af sambærilegu starfi og verkefnum
 • Framúrskarandi íslenskukunnátta í ræðu og riti
 • Geta til að skrifa vandaðan, læsilegan og skapandi texta og góð geta til að lesa yfir og lagfæra texta annarra
 • Góð færni í ensku
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Þekking og reynsla af myndvinnslu og bæklingagerð er æskileg
 • Brennandi áhugi og þekking á samfélags- og mannréttindamálum
 • Drifkraftur, frumkvæði og geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
 • Öguð og fagleg vinnubrögð
 • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum

Hjálparstarf kirkjunnar er sjálfseignarstofnun sem sinnir mannúðar- og hjálparstarfi í nafni þjóðkirkjunnar. Hjá Hjálparstarfinu starfa nú 10 einstaklingar að fjölbreyttum og spennandi verkefnum en í starfinu felst þróunarsamvinna og mannúðaraðstoð á alþjóðavettvangi, aðstoð við fólk í félagslegri neyð á Íslandi, fjáröflun og fræðsla um starfið, gildi þróunarsamvinnu og mannúðar- og mannréttindamál.

Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2022. Umsókn skal senda á https://alfred.is/starf/fraedslu-og-upplysingafulltrui  en með henni skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi sem nýtist í starfi. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Gíslason (bjarni@help.is)  í síma 528 4402.

 

Styrkja